Hélt hann væri of gamall fyrir Batman

Það kom Ben Affleck í opna skjöldu þegar honum var boðið hlutverk Leðurblökumannsins í hinni væntanlegu Batman v Superman: Dawn of Justice. Hann óttaðist að hann væri of gamall fyrir hlutverkið. batman

„Mín fyrstu viðbrögð voru: „Eruð þið viss?“. Á þessum tíma var ég 40 eða 41 árs og var nýbúinn með Argo. Ég hugsaði með mér: „Þetta er skrítin leið í átt að Batman“,“ sagði Affleck, sem er 42 ára, við Entertainment Weekly.

Þá hafði Affleck ekki áttað sig á sýn leikstjórans Zack Snyder um að Bruce Wayne væri glaumgosi sem væri tekinn að eldast.

„Persónan er dugleg við að halda í ímyndina sem glaumgosi. Hún verður enn tvískiptari fyrir vikið, sem ég hafi gaman af en fannst líka dálítið sorglegt, að vera glaumgosi sem er tekinn að eldast,“ sagði Affleck.

Batman v Superman: Dawn of Justice er væntanleg í bíó í mars á næsta ári. Með önnur hlutverk fara Henry Cavill, Amy Adams, Jeremy Irons og Jesse Eisenberg.