Allar 29 myndir Spielberg – Frá verstu til bestu

Í tilefni af útkomu Bridge of Spies í leikstjórn Steven Spielberg hefur vefsíðan Vulture birt lista yfir allar 29 kvikmyndir Spielberg, frá þeirri verstu til þeirrar bestu. ST. JAMES PLACE

Hver er fremsti leikstjóri samtímans? Sumir myndu segja Steven Spielberg, á meðan aðrir nefna kappa á borð við Martin Scorsese eða Quentin Tarantino.

Eitt er víst að Spielberg er líklega sá þekktasti um gjörvallan heiminn, enda hefur hann gert óhemju margar vinsælar myndir, þar á meðal Jaws, E.T., Indiana Jones og Jurassic Park.

Hér er listi Vulture yfir allar 29 kvikmyndir Spielberg. Listinn var fyrst settur saman árið 2012 þegar Lincoln kom út vestanhafs en núna hefur Bridge of Spies með Tom Hanks í aðalhlutverki bæst í hópinn.