Jane Fonda er Nancy Reagan

Kvikmyndagoðsögnin Jane Fonda leikur fyrrum forsetafrúnna Nancy Reagan í nýjustu mynd Lee Daniels, hinni sannsögulegu The Butler. Komið er út stutt myndband með sýnishorni úr myndinni og samtali við Fonda um hlutverkið:

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan:

 

Auk myndbandsins hafa einnig verið birt opinber plaköt fyrir myndina sem sjá má hér fyrir neðan. Smellið á plakötin til að sjá þau stærri:

LEE-DANIELS’-THE-BUTLER-Poster-01

LEE-DANIELS’-THE-BUTLER-Poster-02

Auk Fonda leikur fjöldi annarra gæðaleikara í myndinni.  Robin Williams leikur Dwight Eisenhower, John Cusack leikur Richard Nixon, Alan Rickman leikur Ronald Reagan, James Marsden er John F. Kennedy og Liev Schreiber er Lyndon B. Johnson.

Myndin snýst þó öll um Forest Whitaker en hann leikur þjón í Hvíta húsinu í Washington sem þjónaði átta bandarískum forsetum yfir þriggja áratuga tímabil.

Aðrir leikarar eru Oprah Winfrey, Mariah Carey, Cuba Gooding, Jr., Terrence Howard, Minka Kelly, Lenny Kravitz, Melissa Leo, David Oyelowo, Alex Pettyfer and Vanessa Redgrave, Lee Daniels. 

Myndin verður frumsýnd 16. ágúst nk. í Bandaríkjunum.