Tökum á Avatar framhaldsmyndunum lokið

Næstum 10 ár eru síðan vinsælasta kvikmynd allra tíma, Avatar, kom í bíó, eða árið 2009, og allir urðu orðlausir yfir þrívíddartækninni sem var notuð, í bland við lifandi leikara. Nú hefur verið tilkynnt að tökum sé lokið á framhaldsmyndunum, sem áður hefur verið sagt frá að séu á leiðinni.

James Cameron, leikstjóri Avatar, sagði frá í myndbandsskilaboðum: “Hæ, James Cameron hérna og í dag var ég að koma af tökustað Avatar framhaldsmyndanna – og bakvið mig geturðu séð myndvinnslusviðið. Í dag erum við að mynda nokkur áhættuatriði, en í raun er tökum lokið: Sam [ Worthington ], Zoe [ Saldana ], Sigourney [Weaver], Stephen Lang, Kate Winslet.”

Einnig sagði leikstjórinn: “Þau hafa lokið störfum, og stóðu sig frábærlega. Og ég get varla lýst því hve stoltur ég er af þeirra vinnuframlagi.”

Cameron notaði einnig tækifærið og kynnti aðra kvikmynd sem hann hefur verið að vinna að í langan tíma sem framleiðandi – Alita: Battle Angel. Sú mynd gerist í óræðri framtíð, þar sem hin yfirgefna Alita finnst á ruslahaug Iron City, af góðhjörtuðum net – lækni ( Cyber – Doctor ), sem fer með hið rænulausa vélmenni á læknastofu sína.

Leikstjóri Alita er Robert Rodriguez, en hann hefur sagt í viðtölum að Avatar hafi upprunlega átt að vera bönnuð börnum. “Af því að þetta er teiknimyndasaga, þá geta þeir gert allskonar hluti og partur af því sem Jim [Cameron] gerði upprunalega með Avatar, var að hann skrifaði hana sem bannaða innan 16 ( R – Rated ),” sagði Rodriguez.

“Hann vissi að hann þyrfti að hætta við eitthvað af efni, til að myndin gæti náð til fleiri og yngri áhorfenda. Þannig að við höldum þessu í góðu jafnvægi [í Alita ] með vélmennaofbeldið, því þar er svo margt hægt að gera, en ég held að við náum að hafa tóninn réttan,” sagði Rodriguez.

Von er á Avatar 2 í bíó á Íslandi 18. Desember árið 2020.