Cameron segir Gravity bestu geimmynd allra tíma

Avatar-leikstjórinn James Cameron er gríðarlega ánægur með nýjustu mynd kollega síns Alfonso Cuaron, Gravity.

gravity

Myndin hefur verið að fá mjög góða dóma á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en með aðalhlutverkin fara George Clooney og Sandra Bullock. Gravity fjallar um tvo geimfara sem verða strandaglópar í geimnum.

Cuaron beið í fjögur ár eftir að því tæknin yrði nógu góð til að hann gæti tekið upp þau atriði sem hann vildi í myndinni.

„Ég var orðlaus. Þetta er besta geim-myndatakan sem ég hef séð. Mér finnst þetta besta geimmynd sem hefur nokkru sinni verið gerð og mig hefur langað að sjá mynd sem þessa í mjög langan tíma,“ sagði Cameron.

Hann hrósar  Bullock sérstaklega fyrir frammistöðu sína. „Hún þurfti að takast á við ótrúlega mikla áskorun. Þetta var örugglega álíka erfitt og að vera skemmtikraftur í Cirque du Soleil.“