Nolan og Cameron eru ósammála um 3-D

Mikil umræða hefur myndast í kringum þrívíddartækni sem er notuð í miklum mæli í kvikmyndum nútímans. Mörgum finnst þetta vera þróun til hins betra en margir eru ósammála því og kjósa að horfa á myndir í tvívídd.

Stórleikstjórarnir James Cameron og Christopher Nolan eru á öndverðum meiði þegar kemur að notkun þrívíddartækni í kvikmyndum. Cameron er hvað þekktastur fyrir áhuga sinn á sjónum, en hann hefur gert myndir eins og Avatar og Titanic. Nolan hefur m.a. leikstýrt Batman ‘soon-to-be’ þrílógíunni, Memento og Inception. Stíll þessara leikstjóra er afar ólíkur og því þarf það ekki að koma á óvart að þeir séu mjög ósammála um þrívíddartæknina.

Myndin hér að neðan segir það sem segja þarf, smellið hér fyrir betri upplausn.

Persónulega verð ég að vera sammála Nolan varðandi þetta málefni. Mér finnst þrívíddartæknin leiðinleg og ofnotuð í mörgum tilvikum og líkar mér því betur að horfa á kvikmyndir í tvívídd. Hvað finnst þér ?