Bretar sjá Spectre fyrstir

rs_634x939-150317111345-spectre-US-1-Sheet-Colour-300dpi_rgbBretar munu verða fyrstir í heiminum til að sjá nýjustu James Bond myndina, Spectre, samkvæmt frétt breska blaðsins The Telegraph.

Þar segir að aðalfrumsýningin verði í Lundúnum, en myndin verði svo frumsýnd í kvikmyndahúsum um gervallt Stóra Bretland og á Írlandi samtímis, en bíóhús utan Bretlandseyja verði að bíða lengur eftir myndinni.

Frumsýningardagsetningin er 26. október, en myndin verður ekki frumsýnd fyrr en 6. nóvember í Bandaríkjunum, sem og hér á Íslandi.

Í þessari 24. Bond mynd mætir Daniel Craig aftur til leiks sem leyniþjónustumaðurinn 007, ásamt Naomie Harris, Ben Whishaw, David Bautista, Léa Seydoux og Monica Bellucci.

Christolphe Waltz er aðal illmenni myndarinnar og Ralph Fiennes mun taka við hlutverki M af Judi Dench.

Söguþráður myndarinnar er í stórum dráttum þessi: Dulkóðuð skilaboð úr fortíð Bond, verða til þess að hann þarf að afhjúpa ill samtök. M á í pólitískum átökum við að halda leyniþjónustunni gangandi, en Bond flettir ofan af svikum til að sýna fram á hinn hræðilega sannleika á bakvið SPECTRE.