Umfjöllun: Prisoners (2013)

„The Dovers“ fjölskyldan er í matarboði hjá „The Birches“ fjölskyldunni  þegar dætur þeirra hverfa. Þegar stelpurnar  finnast ekki er lögreglan fengin í málið. Það ætlar að reynast erfitt að finna þær og þegar þeim grunaða er sleppt úr haldi fær Keller Dover nóg og tekur málið í sínar hendur. Hann ætlar að finna dóttur sína alveg sama hvaða afleiðingar það hefur fyrir hann sjálfan.

Prisoners

Myndin er góð og heldur manni alveg við efnið. Mér fannst hún heldur löng, en í staðinn þá fáum við að kynnast persónunum betur og sjáum nokkrar hliðar af sama atburði og hvernig sá atburður hefur áhrif á alla sem að  honum koma. Þetta er ekki hasarmynd, en góður spennutryllir. Myndatakan er flott og umgjörðin er dimm og drungaleg.

Ég var samt með spurningar eftir að hafa horft á hana þar sem ég var ekki alveg að skilja nokkur atriði og hvað þau þýddu fyrir samhengið í sögunni, en eftir á að hyggja þá hefur mér tekist að sannfæra sjálfan mig um að þetta hefði alveg getað verið svona.

Prisoners_trailer_still_Gyllenhaal_Dano.jpg.CROP.article568-large

Hugh Jackman (The Wolverine (2013), Swordfish (2001))
Fer með hlutverk Keller Dover og gerir það mjög vel. Hann er sannfærandi sem hinn reiði faðir.

Jake Gyllenhaal (Brokeback Mountain (2005), Zodiac (2007))
er æðislegur sem einkaspæjarinn Loki.

Paul Dano (Cowboys & Aliens (2011), Knight and Day (2010))
Er virkilega flottur sem sá grunaði og tekst að leika sitt hlutverk án þess að ganga of langt í sinni túlkun. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir að hafa séð hann leika áður þó ég hafi séð nokkrar myndir þar sem hann kemur við sögu.

Denis Villeneuve (Incendies (2010))
Leikstýrir og gerir það vel. Þetta er fyrsta myndin sem ég sé frá honum og bíð spenntur eftir þeirri næstu.

Prisoners (2013) er í sæti 224 á IMDb Top 250 þegar þetta er skrifað.
Sambærileg mynd er kannski Taken (2008) bara minna um fjör.


Í þremur orðum: Spennandi, dökk og vönduð.

Í flokknum „Thriller/Drama“ gef ég Prisoners (2013) 7 af 10