Hrafnar, sóleyjar og myrra: nýtt plakat!

Íslenska fjölskyldumyndin L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra er rétt handan við hornið og var verið að frumsýna glænýtt plakat.

Um afar sérkennilega en í senn nokkuð athyglisverða mynd að ræða. Sagan fjallar um Láru sem er 13 ára stúlka sem er heltekin af sorg eftir að hafa misst pabba sinn og bróður í bílslysi. Lára flækist inn í dularfulla atburðarás þar sem hún þarf að gerast leikari, spæjari og bardagahetja, til að sameina fjölskyldu og nýja vini gegn illum öflum. Leikstjórar myndarinnar eru Helgi Sverrisson og Eyrún Ósk Jónsdóttir. Einnig sjá þau bæði um handritið, sem er byggt á samnefndri bók eftir sjálfri Eyrúnu.

Myndin er frumsýnd um mánaðarmótin. Smellið á plakatið til að fá stærri upplausn.

Stikk: