Íslendingur vinnur Gullna túlipanann á kvikmyndahátíðinni í Istanbúl

Íslenska kvikmyndatökukonan Birgit Guðjónsdóttir vann gullna túlipanann á kvikmyndahátíðinni í Istanbúl í Tyrklandi sem nú er nýlokið. Birgit hlaut verðlaunin fyrir kvikmyndatöku ( e. Best Director of Photography ) í tyrknesku myndinni Our Grand Despair, en sú mynd keppti einnig til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrr á árinu.

Birgit hefur verið búsett í Berlín síðastliðin 10 ár og hefur unnið að fjölda kvikmynda, heimildamynda og sjónvarpsþátta um árabil, víða um heim.Til dæmis þá vann hún að nokkrum þáttum um lögregluhundinn Rex, sem sýndir voru hér á landi um árið við miklar vinsældir.

Til að fræðast betur um verkefni Birgitar er best að smella hér á heimasíðu Birgitar.

Hér má sjá valdar senur úr myndinni, og hér að neðan eru stiklur og kitlur úr myndinni.