Svanurinn – tökur hefjast í Svarfaðardal

svanurinnTökur eru að hefjast nú í júlí á nýrri íslenskri kvikmynd, Svanurinn, sem gerð er eftir samnefndri verðlaunaskáldsögu Guðbergs Bergssonar.

Myndin verður tekin upp í Svarfaðardal á Norðurlandi.

Með helstu hlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Gríma Valsdóttir, auk þeirra Ingvars E. Sigurðssonar og Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur.

Svanurinn segir frá Sól, níu ára gamalli stúlku sem send er á sveitabæ til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur vart sjálf.

Myndin er byggð á samnefndri verðlaunaskáldsögu Guðbergs Bergssonar og er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd, en stuttmyndir hennar hafa ferðast víða og hlotið verðskuldaða athygli erlendis.

Svanurinn er í framleiðslu Vintage Pictures, aðal framleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir, en aðrir framleiðendur eru Guðbjörg Sigurðardóttir, Verena Gräfe-Höft (Antboy, Nothing bad can happen) og Anneli Ahven (Ghost Mountaineer).

Í tilkynningu frá Vintage Pictures kemur fram að Svanurinn verði frumsýnd á næsta ári, 2017.

Svanurinn – tökur hefjast í Svarfaðardal

svanurinnTökur eru að hefjast nú í júlí á nýrri íslenskri kvikmynd, Svanurinn, sem gerð er eftir samnefndri verðlaunaskáldsögu Guðbergs Bergssonar.

Myndin verður tekin upp í Svarfaðardal á Norðurlandi.

Með helstu hlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Gríma Valsdóttir, auk þeirra Ingvars E. Sigurðssonar og Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur.

Svanurinn segir frá Sól, níu ára gamalli stúlku sem send er á sveitabæ til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur vart sjálf.

Myndin er byggð á samnefndri verðlaunaskáldsögu Guðbergs Bergssonar og er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd, en stuttmyndir hennar hafa ferðast víða og hlotið verðskuldaða athygli erlendis.

Svanurinn er í framleiðslu Vintage Pictures, aðal framleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir, en aðrir framleiðendur eru Guðbjörg Sigurðardóttir, Verena Gräfe-Höft (Antboy, Nothing bad can happen) og Anneli Ahven (Ghost Mountaineer).

Í tilkynningu frá Vintage Pictures kemur fram að Svanurinn verði frumsýnd á næsta ári, 2017.