Hrífandi endir – Nýtt hlutverk í fimmta þætti Vídeóhillunnar!

eysteinnFimmti þáttur af Vídeóhillunni, þætti Eysteins Guðna Guðnasonar um íslenskar bíómyndir í fullri lengd, þar sem hann tekur fyrir allar íslenskar myndir sem gerðar hafa verið frá upphafi, eina í hverjum þætti, er kominn út.

Í þessum þætti fjallar Eysteinn um fágæta mynd, Nýtt hlutverk, frá árinu 1954,  eftir Loft Guðmundsson í leikstjórn Ævars Kvaran, en Eysteinn þurfti að horfa á myndina beint af filmu á Kvikmyndasafni Íslands, enda er hana hvergi annars staðar að finna.

Myndin er merkileg fyrir margra hluta sakir, meðal annars að Loftur tekur hana upp á nýja kvikmyndavél sem tekur upp bæði mynd og hljóð samtímis, sem var algjör nýlunda á þessum tíma. Ókosturinn var sá að algjört logn þurfti að vera á meðan að á tökum stóð.

Myndin er dramatísk saga með „hrífandi endi“ og segir af vinnusömum manni sem heitir Jón, sem missir konu sína.

Smelltu hér til að skoða þennan stórskemmtilega þátt, og fyrri þætti, á kvikmyndir.is og hér til að skoða Facebook síðu þáttanna.

Hér má lesa ítarlegri frétt okkar um þessa skemmtilegu og fræðandi þætti Eysteins.