Metaðsókn á Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

stúlkjaskjfHeimildarmyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum er mest sótta Íslenska heimildarmynd ársins, samkvæmt tilkynningu frá Bíó Paradís, sem sýnir myndina.

Í síðustu viku var myndin þriðja mest sótta íslenska kvikmyndin, á eftir Everest og Þröstum, og var mest sótta heimildarmynd vikunnar.  „Myndin hefur hlotið einróma lof. Hún hefur verið sýnd við góðar viðtökur í Bíó Paradís og sýningum hefur verið fjölgað vegna mikillar eftirspurnar,“ segir í tilkynningunni.

Í kjölfar sýninga á Stúlkunum á Kleppjárnsreykjum hefur verið lögð fram fyrirspurn á Alþingi um hvort rannsaka eigi þær aðgerðir yfirvalda sem fjallað er um í myndinni, en myndin fjallar um afskipti stjórnvalda af samböndum kvenna í Reykjavík við erlenda hermenn á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.