Iron Man 3 – fjórar nýjar myndir

Birtar hafa verið fjórar nýjar myndir úr Iron Man 3 sem væntanleg er á næsta ári, þar af eru fyrstu myndirnar sem birtar eru af aðalleikkonunni Rebecca Hall, vinkonu Tony Stark,  og fyrsta nærmyndin af Iron Patriot, sem er „búningur“ Rhodey, sem leikinn er af Don Cheadle.

Myndirnar koma í kjölfarið á stiklu sem var birt seint í október sl. sem var óvænt rúmlega 2 mínútna löng.

Sjáið myndirnar hér fyrir neðan.

 

 


Í Iron Man 3 þarf Iron Man / Tony Stark, að fást við óvin sem virðir engin mörk. Óvinurinn ræðst gegn Stark persónulega og leggur líf hans í rúst, og Stark einsetur sér að finna þann sem er ábyrgur. Leitin reynir á baráttuþrek hans og vilja. Í baráttunni fær Stark svar við spurningunni sem hefur ásótt hann: Er það maðurinn sem stjórnar búningnum, eða er það búningurinn sem stjórnar manninum?

Sjáið stikluna hér fyrir neðan:

Robert Downey Jr. er sem fyrr í hlutverki Iron Man, en með honum leika Gwyneth Paltrow, Don Cheadle, Guy Pearce, Hall, Stephanie Szostak, James Badge Dale, Jon Favreau og Ben Kingsley, ásamt Paul Bettany en talið er að hann muni ljá Jarvis rödd sína að nýju. Shane Black, sem gerði  Kiss Kiss Bang Bang, leikstýrir. Black skrifar sjálfur handritið ásamt Drew Pearce , sem gerði Sherlock Holmes 3.

Iron Man 3 verður frumsýnd í 3D 26. apríl nk. í Bretlandi, og 3. maí í Bandaríkjunum.