Hætti næstum við Hobbitann

Ian McKellen íhugaði að hætta við að leika í Hobbitanum vegna þeirra miklu tafa sem urðu á framleiðslunni.

„Ég íhugaði oftar en tvisvar sinnum að hætta. Maður þreytist á svona löguðu og hugsar með sér: Nenni ég virkilega að standa í þessu?,“ sagði McKellen sem leikur galdramanninn Gandalf. „Vinur minn sagði: Allir aðdáendur The Lord of the Rings vilja að Hobbitinn verði að veruleika og þeir vilja að þú leikir í henni“,“ bætti hann við í samtali við Reader´s Digest. „Ég ákvað að gangast við ábyrgðinni og rýma til í dagbókinni fyrir næstu átján mánuði. Á mínum aldri eru átján mánuðir frekar langur tími.“

The Hobbit: An Unexpected Journey, fyrsta myndin í Hobbitaþríleiknum, verður frumsýnd hérlendis á annan í jólum.