36 klukkustundir án matar og drykkjar

Hugh Jackman drakk hvorki né borðaði í 36 klukkustundir til að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í Les Miserables.

Leikarinn vildi ná fram rétta útlitinu fyrir persónu sína Jean Valjean og missti einnig um tólf kíló.

„Á fyrsta tökudegi drakk ég hvorki vatn né aðra vökva í 36 tíma. Þjálfari sagði mér að vaxtarræktarfólk gerði þetta og að maður yrði kinnfiskasoginn af þessu,“ sagði Jackman við Entertainmentwise. „Ég ákvað að prófa þetta og sá dálítið eftir því eftir tuttugu tíma. En þegar ég sá fyrstu tökuna var ég feginn að hafa gert þetta. En ég fékk mikinn höfuðverk og mig svimaði mikið. Svo var ég líka mjög uppstökkur.“