Hrútar tilnefnd til ESB verðlauna

Tilkynnt var um 10 evrópskar kvikmyndir sem tilnefndar eru til LUX verðlaunanna árið 2015 á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2007, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar.

Hrútar Rams

Þrjár myndir af þessum 10 komast svo áfram í undanúrslit, og verða síðan sýndar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust , þýddar og textaðar á öll 24 opinber tungumál Evrópusambandsins og sýndar í öllum 28 aðildarríkjunum. Sigurvegari verður svo kunngjörður í lok árs.

”Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki um þessi verðlaun fyrr en ég fékk sendar upplýsingar um að Hrútar væru tilnefndir og ég átta mig betur á því núna hvað er í húfi og hversu merkilegt þetta er. Það eru allir að óska okkur Grími til hamingju hérna úti og manni líður hálfpartinn eins og maður hafi verið að vinna eitthvað bara við það eitt að vera tilnefndur. Það væri magnað að komast áfram í 3 mynda úrslit og það verður ljóst eftir 2 vikur. Sjö, níu, þrettán,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta, í tilkynningunni.

Hér og hér og hér má lesa meira um verðlaunin.

Stikk: