Ronaldo í fullri lengd í haust

Knattspyrnuhetjan Cristiano Ronaldo hefur samkvæmt kvikmyndaritinu Variety staðfest að væntaleg sé heimildarmynd í fullri lengd um hann sjálfan, sem mun kallast „Ronaldo“.

ronaldo

Ronaldo, sem leikur fyrir stórliðið spænska Real Madrid, sagði frá þessu á Twitter. Myndin er sem stendur í eftirvinnslu, og búið er að gera bæði Facebook og Twitter reikninga fyrir myndina, en þar kemur fram að myndin „fylgist með einu ári í lífi besta fótboltamanns í heimi.“

Leikstjóri er hinn breski Anthony Wonke, sem vann BAFTA verðlaunin bresku fyrir myndaröðina The Tower: A Tale of Two Cities.

Universal Pictures framleiða og dreifa.

Myndin er tekin upp í Madrid, Lissabon, Brasilíu og í Bandaríkjunum.

Von er á myndinni í bíó í haust.