Filminute: Öðruvísi kvikmyndahátíð

Filminute er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem fer fram á veraldarvefnum ár hvert. Hátíðin einblínir á stuttmyndir sem mega aðeins vera ein mínúta að lengd. Því setur hún öðruvísi kröfur á leikstjóra en aðrar hátíðir og hefur vakið athygli fyrir það. Í ár mun Kvikmyndir.is, í samvinnu við Filminute, fjalla um myndirnar á hátíðinni.

Myndirnar eru mismunandi eins og þær eru margar og fjalla í raun um allt milli himins og jarðar – stríð, fjölskyldu, ást, vináttu, glæpi, hamborgara og/eða óperu (!) Í fyrra var spænska myndin Loop eftir Aritz Moreno valin besta mynd hátíðarinnar. Áhorfendaverðlaunin féllu í skaut hollensku myndarinnar Oblivion eftir Shariff Nasr.

Filminute 2010 Awards from Filminute on Vimeo.

Á næstu dögum munum við velja myndir frá fyrri hátíðum sem okkur þykir skara fram úr áður en þær myndir sem keppa um verðlaun á hátíðinni í ár verða tilkynntar. Þangað til hvetjum við alla kvikmyndaáhugamenn um að heimsækja heimasíðu hátíðarinnar hér og skoða myndirnar frá því í fyrra hér.