Skóli galdra og seiða í Póllandi

Aðdáendur Harry Potter ættu að kannast við Hogwarts, skóla galdra og seiða, þar sem ungir galdramenn og galdranornir læra til verka. Eins og í raunheimum fara nemendur í Hogwarts í tíma, reyndar ekki efnafræði, líffræði og aðra slíka, heldur taka fremur áfanga eins og töfradrykki og jurtafræði.

The-College-of-Wizardry

Í Póllandi hefur nýr skóli verið settur á laggirnar og svipar hann til Hogwarts-skóla. Skólinn nefnist einfaldlega Galdra háskóli (e. The College of Wizardry) og er skiptur í fimm fylkingar: Durentius, Faust, Libussa, Molin og Sendivogius.

Háskólinn er því miður einungis til gamans gerður fyrir aðdáendur Harry Potter og galdra og er því ekki hægt að fá raunverulega gráðu úr skólanum. Aðeins er um að ræða hlutverkaleik og til þess að verða hluti af honum þarf að borga innritunargjald. Einstaklingar eru svo settir í ákveðin hlutverk innan skólans í fjóra daga í senn og fyrir aðeins 345 evrur, eða rúmar 53.000 kr,-, getur þú orðið nemandi, skólastjóri, bókavörður eða jafnvel draugur í Galdra háskólanum.

Hér að neðan má myndband frá skólanum.