Harðsoðnari draugabanar á leiðinni

Lengi hafa aðdáendur draugabanna beðið eftir nýrri Ghostbusters-kvikmynd og Bill Murray hefur hingað til ekki sýnt áhuga á að snúa aftur í gallann góða. Síðustu áformin um Ghostbusters voru árið 2007 þegar það átti að gera töluvteiknimynd um draugabananna að kljást við ill öfl í helvíti og var áætlað að aðalleikarar myndanna myndu snúa aftur(jafnvel Bill Murray) til að ljá persónunum raddir sínar. En sú hugmynd hefur því miður safnað ryki hingað til.

Legendery Pictures, framleiðslufyrirtæki hinna væntanlegu The Dark Knight Rises, Man of Steel og Pacific Rim, hefur þó keypt handrit að myndinni Spectral sem hefur verið líst eins og alvarlegri og harðsoðnari Ghostbusters þar sem sérsveit hermanna er þjálfuð í að kljást við og góma illa drauga. Myndin gerist jafnvel í New York, sömu borg og Ghostbusters-myndirnar áttu sér stað, en sagt er að staðsetning myndarinnar gæti augljóslega breyst í framleiðsluferli myndarinnar. Handritshöfundur myndarinnar er Ian Fried, en honum tókst að selja hugmyndina með því að taka til samansafn búta úr ýmsum kvikmyndum til að sýna kvikmyndaverum hvernig kvikmynd hann hafði huga.

Ian hefur einnig skrifað tvö önnur handrit og var eitt þeirra, The Ever After Murders, á hinum svokallaða svarta lista handrita fyrir síðasta ár- sú mynd fjallaði um morðmál í borg þar sem persónur úr ýmsum sígildum þjóðsögum eru daglegt brauð. Náunginn hefur greinilega mjög frjótt ímyndurnarafl og er þessi söluaðferð hans fyrir Spectre áhugaverð miðað við að honum tókst að selja myndina þannig.

Sjálfur er ég spenntur yfir að sjá myndirnar sem Ian hefur skrifað miðað við hvernig þær hljóma. Hvernig leggst annars Spectral í ykkur?