Berry í sjónvarpið – leikur geimfara

Bandaríska leikkonan Halle Berry hefur tekið að sér fyrsta stóra hlutverkið á ferlinum í sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita Extant og eru drama þættir sem koma úr ranni Steven Spielberg og fyrirtækis hans Amblin Television í samstarfi við CBS Television Studios.

halleÍ þáttunum leikur Berry geimfara sem snýr aftur til jarðar eftir að hafa verið í eitt ár úti í geimnum og reynir að mynda tengsl á ný við eiginmann sinn og son, í daglega lífinu. Upplifanir hennar í geimnum og heima hjá sér, leiða til atburða sem að lokum breyta framgangi mannkynssögunnar.

„Ég er alltaf með augun opin fyrir frábærum hlutverkum, og þegar þú sérð efni sem inniheldur jafn mikil blæbrigði og margbreytileika, þá sækist ég eftir því, hver sem miðillinn er,“ sagði Berry.

Berry lék hlutverk í sjónvarpsþáttunum Living Dolls á ABC sjónvarpsstöðinni, þar sem Leah Remini lék aðalhlutverk. Framleiðslu þeirra þátta var hætt eftir 12 þætti.

Berry sló svo í gegn í kvikmyndinni Jungle Fever skömmu síðar, eða árið 1991. Hún lék síðan í stuttseríunni Queen á CBS sjónvarpsstöðinni árið 1993.

Berry fékk Óskarsverðlaunin árið 2002 fyrir leik sinn í Monster´s Ball.