Nýtt í bíó – Mike and Dave Need Wedding Dates

Sena frumsýndir gamanmyndina Mike and Dave Need Wedding Dates nú á miðvikudaginn 6. júlí í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíó og Borgarbíói Akureyri.

mike-and-dave-need-wedding-dates

Foreldrar bræðranna Mike og Dave hafa fengið nóg af partístandi þeirra. Nú skulu þeir finna almennilegar dömur fyrir brúðkaup systur þeirra í Hawaii.

Bræðurnir bregða á það ráð að auglýsa eftir stúlkum á netinu og auglýsingin fer á flug. Vinkonurnar Alice og Tatiana sjá auglýsinguna og þar með tækifæri á að tryggja sér fría sólarlandaferð. Þær þykjast vera hinar fullkomnu dömur svo bræðurnir vilji taka þær með til Hawaii og áætlunin gengur eftir. Þegar líður á daginn verður erfiðara fyrir vinkonurnar að viðhalda háttvísinni, og djammararnir sem þær í raun og veru eru, birtast í allri sinni dýrð!

Aðalleikarar: Aubrey Plaza, Anna Kendrick, Zac Efron, Adam Devine

Leikstjórn og handrit: Jake Szymanski, Andrew Jay Cohen, Brendan O’Brien
links

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Allir fjórir aðalleikarar Mike and Dave Need Wedding Dates, þau Zac Efron, Anna Kendrick, Aubrey Plaza og Adam DeVine, þekkjast vel innbyrðis og hafa áður unnið saman við hin ýmsu verkefni. Þau Zac og Aubrey léku t.d. saman í myndinni Dirty Grandpa og þau Adam DeVine og Anna Kendrick léku saman í Pitch Perfect-myndunum tveimur. Þeir Adam og Zac eru gamlir vinir og þær Anna og Aubrey bestu vinkonur í raun og veru. Þær
léku líka saman í myndunum Life After Beth og Scott Pilgrim vs. the World. Það má því segja að vinskapur hinna stórfurðulegu en sprellandi fjörugu fjórmenninga í myndinni sé raunverulegur og sannur og rúmlega það!

– Handrit myndarinnar er skrifað af þeim félögum Andrew Jay Cohen og Brendan O’Brien sem skrifuðu handritin að Bad Neighbours-myndunum. Þess má geta að þeir munu sjálfir leikstýra næstu mynd sinni, en hún heitir The House og er með Will Ferrell og Amy Poehler í aðalhlutverkum.

mike