Gravity best en Grown Ups 2 verst

Bandaríska tímaritið Time hefur valið tíu bestu og tíu verstu kvikmyndir ársins 2013. Sú besta er geimmyndin Gravity en verst er Grown Ups 2 með Adam Sandler, Chris Rock, David Spade og Kevin James í aðalhlutverkum.

Sandra Bullock

„Fjórir fráhrindandi náungar væflast um heimabæinn sinn og takast á við stóru málin í lífinu: Piss, hægðir, slef og slæma hluti sem koma fyrir punginn á þeim,“ sagði gagnrýnandinn um Grown Ups 2.

Í næstu sætum á eftir voru, Salinger, The Host, After Earth, R.I.P.D., Only God Forgives, The Big Wedding, The Counsellor, Oz the Great and Powerful og The Hangover III.

grown-ups-2

Á eftir Gravity yfir tíu bestu myndirnar komu: The Great Beauty (La grande belezza), American Hustle, Her, The Grandmaster, Fast & Furioust 6, Frozen, The Act Of Killing, 12 Years a Slave og The Hobbit: The Desolation of Smaug.