Týnd í geimnum – Fyrsta stiklan fyrir Gravity!

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd Alfonso Cuaron með þeim  George Clooney og Sandra Bullock í aðalhlutverkum, Gravity, er komin út.

Í stiklunni sjáum við þau Clooney og Bullock að störfum sem geimfarar við geimstöð í gufuhvolfinu, hátt yfir Jörðu. En svo fer eitthvað úrskeiðis ….

Bullock leikur Dr. Ryan Stone, verkfræðing í sinni fyrstu geimferð, en með henni í för er hinn alvani geimfari Matt Kowalsky, sem leikinn er af George Clooney, en hann er í sinni síðustu geimferð áður en hann sest í helgan stein.

Þegar þau eru að vinna fyrir utan geimstöðina, þá verður slys og geimferjan eyðileggst. Þau tvö eru allt í einu alein í geimnum, og fljóta um í þyngdarleysinu. Það er ekkert fjarskiptasamband við Jörðu, og fljótlega fer örvænting að grípa um sig. Þau uppgötva að eina leiðin til að komast aftur heim til Jarðar er að fara lengra út í geim.

Aðrir leikarar eru m.a. Basher Savage, en heyrst hefur að Ed Harris sé einnig meðal leikara.

Gravity er væntanleg í bíó 18. október í Bandaríkjunum og hér á Íslandi.