X-men höfundur skrifar Gosa

Jane Goldman, sem var einn handritshöfunda X-Men: First Class, hefur verið ráðin til að skrifa handrit að nýrri mynd um spýtukarlinn Gosa. Warner Bros, sem framleiðir myndina, vonast til þess, samkvæmt frétt Empire kvikmyndaritsins, að það auðveldi þeim að fá leikstjórann Tim Burton og leikarann Robert Downey Jr. til að vera með í verkefninu, en þeir hafa verið að íhuga þann möguleika um hríð.

Söguþráður myndarinnar er flestum kunnur, en þó verður aðeins brugðið útaf þræðinum sem flestir þekkja. Geppetto ( sem Downey myndi leika ef hann ákveður að vera með ) er barnlaus trésmiður sem þráir að eignast son, og býr til spýtustrák sem hann kallar Gosa. En þegar Gosi fer að heiman í misjöfnum félagsskap, þá býr Geppetto sér til herklæði úr timbri og fer að leita að stráknum sínum.

Bryan Fuller skrifaði fyrsta uppkastið af handritinu og nú tekur Goldman við. Goldman hefur áður skrifað fyrir myndir eins og Stardust, The Woman In Black og X-Men: First Class. 

Enn er of snemmt spá fyrir um það hvenær tökur myndarinnar hefjast, enda enn langt í land.