Tina Fey og Amy Pohler kynna Golden Globes 2013

Ricky Gervais mun ekki kynna Golden Globes verðlaunahátíðina fjórða árið í röð, því NBC hefur ráðið gamanleikkonurnar Tina Fey og Amy Poehler sem kynna á næstu hátíð.

Sjötugasta Golden Globes hátíðin verður haldin þann 13. janúar nk.

Leikkonurnar hafa unnið lengi saman í Saturday Night Live sjónvarpsþáttunum, og í bíómyndinni Baby Mama frá árinu 2008.

Sjónvarpsþættir Poehler Parks and Recreation er núna á sínu fimmta tímabili á NBC sjónvarpsstöðinni og þáttur Tinu Fey, 30 Rock, er núna á sínu sjöunda og síðasta ári hjá NBC.

16,8 milljónir manna horfðu á Golden Globe hátíðina í ár.

Verðlaunin hafa yfirleitt verið veitt viku áður en Óskarstilnefningar eru gerðar opinberar, en svo mun ekki verða í þetta skiptið. Óskarstilnefningar verða ekki kynntar fyrr en 10. janúar nk., eða þremur dögum fyrir Golden Globes. 

Óskarsverðlaunin verða síðan veitt þann 24. febrúar, en kynnir þar verður höfundur Family Guy, Seth MacFarlane.