Argo og Vesalingarnir bestar á Golden Globe

Kvikmyndirnar Argo og Vesalingarnir, eða Les Miserables, voru sigurvegarar kvöldsins þegar Golden Globe verðlaunin voru veitt í gær í Hollywood, en verðlaunin þykja jafnan gefa hugmyndir um mögulega sigurvegara á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar.

Argo hlaut tvenn verðlaun, sem besta drama kvikmynd og Ben Affleck var valinn besti leikstjórinn. Les Miserables fékk verðlaun sem besta kvikmynd í flokki gamanmynda og söngvamynda, og leikararnir Hugh Jackman og Anne Hathaway hlutu bæði verðlaun fyrir leik í myndinnni.

Django Unchained, mynd Quentin Tarantino, hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni, jafnmörg og Argo, fyrir besta handrit og Cristoph Waltz fyrir besta meðleik.

Mynd Steven Spielbergs, Lincoln, um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna, fékk hinsvegar aðeins ein verðlaun en var tilnefnd til sjö. Það var Daniel Day Lewis sem hlaut verðlaunin sem besti leikarinn í dramatískri mynd fyrir túlkun sína á Lincoln.

Leikkonan Jessica Chastian hlaut verðlaunin sem besta leikkonan í dramatískri mynd fyrir hlutverk sitt í myndinni Zero Dark Thirty. 

Hér er að neðan er heildarlisti yfir sigurvegara á Golden Globe hátíðinni:

Besta kvikmynd, drama: Argo

Besta kvikmynd, gamanmynd eða söngvamynd: Les Misérables

Besti leikari í kvikmynd, drama: Daniel Day-Lewis, Lincoln

Besta leikkona í kvikmynd, drama: Jessica Chastain, Zero Dark Thirty

Besti leikari í kvikmynd, gamanmynd eða söngleik: Hugh Jackman, Les Misérables

Besta leikkona í kvikmynd, gamanmynd eða söngleik: Jennifer Lawrence, Silver Linings Playbook

Besti meðleikari í kvikmynd, drama: Christoph Waltz, Django Unchained

Besta meðleikkkona í kvikmynd, drama: Anne Hathaway, Les Misérables

Besti leikstjóri, kvikmynd: Ben Affleck, Argo

Besta handrit, kvikmynd: Quentin Tarantino, Django Unchained

Besta mynd á erlendu tungumáli: Amour (Austria)

Besta teiknimynd: Brave

Besta tónlist í kvikmynd: Mychael Danna, Life of Pi

Besta lag í kvikmynd:  „Skyfall,“ Skyfall, Adele & Paul Epworth

Sjónvarp

Besta sjónvarpssería, Drama: Homeland

Besta sjónvarpssería, gaman: Girls

Besta sjónvarpsmynd eða stuttsería: Game Change

Besti leikari í sjónvarpsseríu, Drama: Damian Lewis, Homeland

Besta leikkona í sjónvarpsseríu, Drama: Claire Danes, Homeland

Besti leikari í sjónvarpsseríu, gaman: Don Cheadle, House of Lies

Besta leikkona í sjónvarpsseríu, gaman: Lena Dunham, Girls

Besti leikari í sjónvarpsmynd eða stuttseríu: Kevin Costner, Hatfields & McCoys

Besta leikkona í sjónvarpsmynd eða stuttseríu: Julianne Moore, Game Change

Besti meðleikur karla í sjónvarpsmynd eða stuttseríu: Ed Harris, Game Change

Besti meðleikkona í sjónvarpsmynd eða stuttseríu: Maggie Smith, Downton Abbey

Cecil B. DeMille verðlaunin: Jodie Foster