Dramatík í geimnum – Nýtt atriði úr Gravity!

Nýtt tveggja mínútna langt og dramatískt atriði úr Gravity, nýjustu mynd Alfonso Cuarón, var frumsýnt á Comic-Con hátíðinni í San Diego í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Í atriðinu lendir geimsstöðin sem geimfararnir eru að vinna í í því að geimrusl stórskaðar geimstöðina með voveiflegum og æsilegum afleiðingum.

Sjáðu atriðið hér fyrir neðan:

Í myndinni eru bara tveir leikarar sem sjást í mynd, þau George Clooney og Sandra Bullock, en einnig koma við sögu stjórnendur á jörðu niðri, en áhorfandinn fær aðeins að heyra rödd þeirra.

bullock

Bullock leikur Dr. Ryan Stone, verkfræðing í sinni fyrstu geimferð, en með henni í för er hinn alvani geimfari Matt Kowalsky, sem leikinn er af George Clooney, í sinni síðustu geimferð áður en hann sest í helgan stein. Þegar þau eru að vinna fyrir utan geimstöðina, þá verður slys og geimferjan eyðileggst. Þau tvö eru allt í einu alein í geimnum, og fljóta um í þyngdarleysinu. Það er ekkert fjarskiptasamband við Jörðu, og fljótlega fer örvænting að grípa um sig. Þau uppgötva að eina leiðin til að komast aftur heim til Jarðar er að fara lengra út í geim.

Gravity, eða Þyngdarafl, verður frumsýnd 4. október í Bandaríkjunum en 18. október á Íslandi.