From Dusk Till Dawn sjónvarpsþáttaröð í bígerð

Leikstjórinn Robert Rodriguez hefur tilkynnt um fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á vampírumynd hans From Dusk Till Dawn.

Rodriguez tjáði sig um þetta er hann kynnti nýja kapalsjónvarpstöð sína El Rey, sem verður á ensku. Stöðin verður rekin í samstarfi við Univision Networks, samkvæmt vefsíðunni Deadline.

„Það verður rosalega flott afþreyingarefni á El Rey,“ sagði Rodriguez.

From Dusk Till Dawn kom út 1996 í leikstjórn Rodriguez. Handritshöfundur var Quentin Tarantino. Í aðalhlutverkum voru George Clooney og Harvey Keitel. Þeir léku glæpamenn sem þurftu að glíma við brjálaðar vampírur á bar í Mexíkó.