Laurie vondur með Clooney

Áður en breski leikarinn Hugh Laurie tók að sér aðalhlutverkið þáttunum House um lækninn meingallaða en eldklára, Dr. Gregory House, var hann einkum þekktur sem gamanleikari. Leikur hans í bresku sjónvarpsþáttunum um Blackadder er til dæmis ógleymanlegur.

En eftir að hann sló í gegn sem House í Bandaríkjunum hafa opnast ýmsir möguleikar fyrir Laurie, og meðal annars að taka að sér hlutverk illmenna og durta.

Laurie á nú í viðræðum um að leika þorparann í myndinni Tomorrowland, en það er Brad Bird sem leikstýrir og Disney sem framleiðir. George Clooney verður í aðalhlutverkinu.

Ekkert er enn vitað um þessa persónu sem Laurie myndi leika, né um hvað myndin er.

Handrit skrifa Damon Lindelof og Jeff Jensen. Lindelof hefur áður unnið að Lost sjónvarpsþáttunum og kvikmyndinni Prometheus.