Notenda-tían: illmenni

Það er gaman að sjá Notenda-tíuna komast á almennilegt skrið og að þessu sinni völdum við mjög skemmtilegan lista frá Karli Pálssyni. Kíkjum á:

Ein spurning sem að kvikmyndaáhugamenn ræða oft og pæla mikið í eru bestu illmennin í
kvikmyndasögunni. Margir koma þar til greina og ég kem oft inní þessa umræðu með annan pól sem er það hversu illir eða viðbjóðslegir karakterarnar eru. Þannig að mér datt í hug setja saman þannig 10. Það verður eitthvað um spoilera hérna í þessari grein.

Bara til að útskýra aðeins betur hvað ég meina með „illkvitnustu“ illmennunum. Hér dugar
ekki bara að vera svalur. Darth Vader skorar oftast mjög hátt á svona listum en ég horfði fyrir nokkru á allar sex myndirnar og sá ekki neina gríðarlega illsku í honum Vader kallinum. Ég sá
tussusvalan „leader“ í tussusvölum búning með tussusvalt sverð sem svo snéri til góðs í endann. Töff illmenni en ekki alveg beint illkvitinn (fyrir utan nokkur atriði í Episode III) en auðvitað hjálpar það einnig að vera töff. Jæja þá held að ég þetta sé komið á hreint.

.:10 BESTU ILLMENNI KVIKMYNDASÖGUNNAR:.

10. Vic Vega

Neðsta sætið á listanum fær Mr. Blonde úr Reservoir Dogs og er það eiginlega svona honorable mention. Fyrir þá sem hafa gaman að fylgjast með skúrkum þá er Reservoir Dogs með skemmtilegri myndum því að samsafnið af harðjöxlum þar er stórkostlegt. Vega fær ekki mörg atriði í myndinni en hann stendur þó algjörlega uppúr því að í þessum skúrkahópi er hann sá eini sem maður horfir á trúir algjörlega að þessi maður sé illur. Allir hinir eru bara að vinna sína vinnu en Mr. Blonde gerir bara það sem honum fokking langar til. Eins og að skera eitt stykki eyra
af keflaðri löggu.

9. Ivan Korshunov

Gary Oldman er einn besti karakter leikari heimsins og er alveg ótrúlegt hvað hann hefur skapað þvílíkt safn af ólíkum persónum.Ég ætti í rauninni að hafa Stansfield úr Leon á þessum lista því það er vissulega einn öflugasti karakter Oldman. Ég ætla þó sleppa honum því að mitt persónulega val úr flóru Oldman er Ivan Korshunov úr Air Force One. Ég sá þessa mynd mjög ungur og er hann fyrsta illmennið sem ég sá sem mér fannst virkilegur hrotti. Ivan er rosalegur karakter því hann er með eitt markmið og það skiptir hann engu hvað hann þarf að gera til ná því. Til að ná markmiði sínu mun Ivan einfaldlega gera það eina í stöðunni og gera ríkisstjórn Bandaríkjanna hrædda við sig. „Scary“ Gary Oldman sýnir frábæra takta sem þessi rússneski öfgamaður og er talsmáti hans í aftökunum og samningaviðræðunum svo miskunarlaus að þú getur ekki beðið eftir að sjá hann tapa. Ivan fær líka enga smá dauðasenu í endann.

8. Bill the Buthcer

Helsta karakter einkenni Bill the Butcher (Gangs of New York) er það að hann mun ekki skipta um skoðun. Það gerir hann af þvílíkum óþokka að þú hatar hann frá fyrstu senu. Bill reynir og tekst út alla myndina að vera sjarmerandi og það er hans helsti sterkleiki en á sama tíma þá er hann eiginlega pínu eins og þrjóskur krakki. Réttlæti skiptir engu máli. Svona vill Bill hafa það og svona mun það vera. Yfirvegaður talsmáti og hrottalegt ofbeldi skapar þennan karakter og túlkun Daniel Day-Lewis er svo fullkomin að ég er ennþá virkilega svekktur yfir að hann hafi ekki fengið Óskarinn fyrir. Ef að handritshöfundar og leikarinn ná í sameiningu að fá þig til að hata karakterinn og öskra á sjónvarpið þá er góðum árangri náð. Það tókst svo sannarlega í þessari mynd og þá sérstaklega þegar Bill drepur Monk (Brendan Gleeson).

7. Commodus

Ef það er einhvern tímann sem ég hef virkilega hatað einhverja persónu í kvimyndum þá er það Commodus úr Gladiator. Commodus vill verða keisari og hann vill verða elskaður. Þetta mikilmennskubrjálæði lifir svo sterkt í honum að þegar faðir hans tilkynnir honum að hann verði ekki keisari heldur hershöfðinginn í her keisaraveldisins þá er augljóslega bara eitt í stöðunni. Drepa pabba, drepa hershöfðingjann og hengja svo konu og barn hershöfðingjans. Svo einfalt er það. Þó svo að það hafi ekki tekist að drepa hershöfðingjann held ég að við getum verið sammála um að þetta er óafsakanleg hegðun. Joaquin Pheonix lék þennan skíthæl svo vel að lengi vel hataði ég leikarann fyrir að hafa leikið hann. Vel gert!

6. Col. Hans Landa

Er Hans Landa (Inglourious Basterds) virkilega illur? Er hann ekki bara nasisti að vinna vinnuna sína? Jú reyndar, en hvernig hann vinnur vinnu sína gerir hann að þvílíkum siðblindingja að hálfa væri helmingi meira en nóg. Það þarf í rauninni ekki segja mikið um þennan karakter því að þegar myndin kom út var ekki talað um annað en Christoph Waltz. Mjög verðskuldaður Óskar og algjörlega stórkostleg frammistaða. Hvernig Hans Landa nýtur þess að segja hvert einasta orð sem hann segir í þessari mynd fær mann svo til að fyrirlíta helvítið að stór fjöður fer hér í ennþá stærri hatt.

5. Darth Sidious

Ég talaði hérna um í innganginu að mér fannst aldrei Darth Vader vera svo illur. Alla vega ekki í upprunalegu trilógíunni. Anakin Skywalker fær reyndar tvö illskustig í seinni trilógíunni þegar hann drap barnahópinn í Star Wars: Episode III. En viðurstyggðin sem að Darth Sidious er á svo sannarlega skilið að enda á þessum lista. Það þarf ekki kynna Darth Sidious neitt til sögunnar því að flestir áhugamenn um kvikmyndir kannast við kauða. En þó er vert að velta því enn fyrir sér að jafnvel þó að framkoma hans við Anakin væri það eina sem hann gerði í myndunum þá er það nú þegar nógu og hræðilegt. Einnig man ég ekki eftir að Darth Vader hafi tekið eina einustu ákvörðun út allar myndirnar heldur stjórnaði Darth Sidious öllu með sínu fríkaða hugarfari og slímugu rödd. Þvílíkur andskoti.

4. Keyser Söze

Nú vona ég innilega að allir séu búnir að sjá The Usual Suspects, ef ekki þá viltu gjöra svo vel að horfa á hana núna! Eins og nefnt var í fléttu-tíunni er endirinn á þessari mynd einhver svakalegasti í kvikmyndasögunni og sannar það hversu rosalegt illmenni Keyser Söze/Verbal Kint er. Ef þessi listi væri um klókustu illmennin þá væri hann algjörlega á toppnum því að hver annar gæti farið í gegnum tvær rosalegar yfirheyrslur í gervi og svo sloppið. Þegar að myndin er búin og maður veit hver Söze er sér maður hversu hræðileg manneskja hann er þegar maður lítur á allt það sem hann gerði fyrir eitt morð. Það bætir enn meira oná hina gallalausu frammistöðu Kevin Spacey sem verður erfitt ef ekki ógerlegt að toppa héðan í
frá. Óskarverðlaunatúlkun Spacey er að mínu mati næstbesta leikaraframmistaða sögunnar (á eftir Forrest Gump). Svo má ekki gleyma því eins og áður var nefnt að Keyser Söze fokking vann.

3. Scar

Sumir gætu sagt að hér væri jafntefli milli Skara (The Lion King) og Claudius úr Hamlet því að auðvitað er þetta eiginlega sama persónan en það að Skari kemur úr Disney mynd gefur honum held ég forskot. Disney myndirnar treysta á kröftug og skemmtileg illmenni. Þau þurfa einmitt að vera skemmtileg til að þau virki í þessu fjölskylduvæna umhverfi og þau mega eiginlega ekki vera of kaldrifjuð. Ekki veit ég alveg hvernig það virkaði að hafa þvílíkan kalrifjaðan óþokka eins og Skara í Disney mynd en það virkaði svo sannarlega og er hann sennilega án nokkurs vafa besti Disney óþokkinn. Það sem gerir Skara svo virkilega viðbjóðslegan er það hvernig valdafíkn hans rekur hann útí að ætla að drepa bróður sinn og bróðurson. Og hvað honum tekst alltaf að vera smeðjulegur á meðan. Einnig finnst mér
stórkostlegt við þennan karakter að þó svo að raddsetning Jeremy Irons sé alveg
guðdómleg þá verður Skari enn illari í höndum Jóhanns Sigurðarsonar. Þar fá línurnar „Lengi lifir konungurinn“ og „Simbi, hvað hefurðu gert?“ svo kuldalegan framburð að maður getur ekki
annað en hatað Skara.

2. The Joker

Jókerinn hefur nú einnig smá forskot á aðra því að þeir eru tveir… Og báðir alveg
rosalegir. Jókerinn hans Nicholson breyddi út sína illsku á þann hátt að allir
voru fórnarlömbin hans. Með sína æðislegu geðveiki að vopni tókst honum að vera
kjánalegur, bjánalegur og stórhættulegur í einu. Almenningur var fórnarlambið.

Jókerinn hans Ledger í The Dark Knight er langt frá því að vera sama persóna og gefur það honum skemmtilegan eiginleika að við höfum ekki hugmynd hver hann er. Ekki er þetta Jack Napier
eða hvað? Það sem gerir þennan Jóker athyglisverðan (fyrir utan gallalausa túlkun Ledger) er það að honum er svo skítsama um allt. Hann er bráðgáfaður á sama tíma og hann veit ekkert hvert hann stefnir. Hann er einfaldlega eins og hann gefur sjálfur í skyn „kaos“ holdi klæddur. Jókerinn er og verður alltaf eitt öflugasta illmenni sögunnar því að hann er alveg óttalaus og er alveg skítsama hverja hann drepur. Honum er samt ekki sama hvernig.

1. Hannibal Lecter (Silence of the Lambs, Hannibal og Red Dragon)

Surprise surprise… Hver er illari en mannætan Hannibal Lecter. Fokking enginn. Hannibal á margt sameiginlegt með þeim sem áður hafa verið taldir uppá það að honum er alveg gjörsamlega skítsama. Mannslífið, mannshugurinn, mannssálin eða bara manneskjan yfir höfuð er alveg verðlaus í hans huga og hann lætur fátt stoppa sig í að leika sér að mannverunni. Hannibal ætti að vera með orðið siðblinda ritað á ennið á sér því að hann er vissulega holdgervingur siðblindunnar. Ég meina hann hakkar fólk í sig… og svo étur hann það á eftir (See what I did there). Það er erfitt að ímynda sér þegar maður sér Anthony Hopkins í viðtölum að það sé hægt að hata þennan mann á einhvern hátt (Þetta er gaurinn sem talar inná The Grinch í guðanna bænum) en honum tekst svo sannarlega að vekja hatur í hlutverki Hannibals. Hann heillar okkur uppúr skónum í leiðinni en samt þvílíkt óféti. Hugarleikir og skortur á skilningi orðsins miskun gulltryggir Hannibal Lecter toppsætið á listanum.

Það eru margir aðrir hrottar sem myndu sóma sér vel á þessum lista en ég held að við
getum verið sammála um að þetta er býsna illur listi. En ég ætla gefa Annie úr
Mysery, Anton úr No Country for Old Men, Saruman úr Lord of the Rings og John
Doe úr Se7en „honorable mention“

Álit?