Blekið er þornað – Fyrsta kitla úr Game of Thrones 6

Fyrsta kitlan úr sjöttu þáttaröð sjónvarpsþáttanna vinsælu Game of Thrones, sem margir bíða með óþreyju eftir, var frumsýnd í dag. Kitlan er 41 sekúnda, en ekki er langt síðan birt var plakat með Jon Snow, sem flestir héldu að væri látinn en virtist enn í tölu lifenda á plakatinu.

game-thrones_1

Kitlan byrjar einnig með mynd af Jon, en röddin sem hljómar yfir er rödd þríeygðu krákunnar, sem leikin er af Max von Sydow, en krákan verður Bran Stark, hálfbróður Jon, til leiðsagnar á leið hans norður í átt að Veggnum. „Við horfum, við hlustum, við munum,“ segir krákan.

„Fortíðin er nú þegar skrifuð. Blekið er þornað.“

Í kjölfarið er birt samklipp af ýmsum atriðum úr seríunni [ ath. inniheldur spilliefni ( spoilers ) ] drápið á Jon Snow, afhöfðun Ned Stark, dauða Rob og Catelyn í rauða brúðkaupinu, eitrun Jeffrey, Arya þegar hún varð blind, atriðið þegar höndin á Jamie var höggvin af, og ýmsar tökur af drekum og fleirum.

Þættirnir verða frumsýndir í apríl nk.

game-of-thrones-jon-snow