Von Sydow þríeygður í Game of Thrones 6

Þríeygði hrafninn, eða The Three Eyed Raven, úr Game of Thrones bókunum og þáttunum, mun snúa aftur í næstu þáttaseríu Game of Thrones, þeirri 6. í röðinni.

Game-of-Thrones-Max-von-Sydow-Cast-Three-Eyed-Raven

Game of Thrones er ævintýra -, og örlagasaga sem gerist í skálduðum heimi, og nýtur gríðarlegra og sífellt meiri vinsælda.

Það síðasta sem sást af Bran Stark, sem leikinn er af Isaac Hempstead-Wright, var að hann var að elta hinn þríeygða hrafn fyrir norðan Vegginn, eða The Wall, ásamt Hodor, sem Kristian Nairn leikur, og ber hinn fatlaða Bran á bakinu,  Jojen, sem Thomas Brodie-Sangster leikur, og Meera Reed sem Ellie Kendrick leikur.

branÍ lok 4. seríu þá hittir Bran hrafninn í mannslíki en þeir komu ekkert við sögu í 5. seríu. Nú snýr hann sem sagt aftur, ásamt Bran.

Entertainment Weekly segir frá því að Max von Sydow (Star Wars: The Force Awakens, The Exorcist), hafi verið ráðinn í hlutverk hrafnsins, í stað Struan Rodger, sem lék hann í lokaþætti 4. seríu.

Óvíst er á þessari stundu hversu mikið Von Sydow mun koma við sögu, en hermt er að hann muni eiga talsverðan þátt í þroska Bran.

Sjötta sería Game of Thrones kemur á HBO sjónvarpsstöðina, og væntanlega hingað til lands einnig, vorið 2016.

Hér má lesa meira um málið.