Reeves ferðast ekki með Rachel

mcadamsÞað ætlar að ganga eitthvað illa fyrir stjörnuleikarann Keanu Reeves að ráða í aðalkvenhlutverkið í nýju geimmyndinni sinni, Passengers. Nú síðast ákvað Rachel McAdams að hætta við að leika í myndinni, sem er skilgreind sem rómantísk geimmynd.

Auk þess hefur risaframleiðandinn The Weinstein Co. hætt stuðningi við myndina.

Áður en McAdams kom um borð, þá átti Reese Witherspoon að leika aðalkvenhlutverkið. Myndin mun verða fyrsta kvikmynd í fullri lengd eftir leikstjóra Game of Thrones sjónvarpsþáttanna, Brian Kirk.

Í Passengers leikur Reeves farþegar um borð í risastóru geimskipi sem fyrir mistök vaknar 90 árum fyrr en upphaflega var áætlað. Hann ákveður því að vekja annan farþega ( kvenkyns ), og saman þá verða þau að bjarga 5.000 öðrum farþegum frá grimmum örlögum.

Í millitíðinni þá verða þessir tveir farþegar ástfangnir.

Heimildamenn vefmiðilsins The Hollywood Reporter segja að tökur muni hefjast 7. apríl nk., en það gæti frestast ef ekki er búið að ráða leikkonu í farþegahlutverkið á móti Reeves.