Fimm Marvel dagsetningar opinberaðar

Fjöldi ofurhetjukvikmynda er nú í þróun hjá Marvel Studios, sem er í eigu Disney afþreyingarrisans. Félögin tilkynntu í gær um frumsýningardaga fyrir fimm nýjar Marvel ofurhetjukvikmyndir. Frá þessu segir á Starburtmagazine.com

Frumsýningardagarnir fimm sem um ræðir eru 7. október 2022, og svo nokkrar dagsetningar árið 2023; 17. febrúar, 5. maí, 28. júlí og 3. nóvember.

Í ljósi þess að fjórar Marvel myndir verða frumsýndar árið 2021, þá þýða þessar nýjustu fregnir að frumsýndar verða líklega fjórar myndir hvort árið, þ.e. bæði 2022 og 2023, til að halda sama takti í frumsýningunum.

Enn er þó óvíst hvaða myndir verða frumsýndar á hvaða dögum.

Þær kvikmyndir sem nú þegar hafa fengið fasta frumsýningardaga eru eftirfarandi myndir:

Black Widow – 1. maí 2020.

The Eternals – 6. nóvember 2020.

Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings – 12. febrúar 2021.

Doctor Strange in the Multiverse of Madness – 7. maí 2021.

Enn ónefnd Spider-Man: Far From Home framhaldsmynd – 16. júlí 2021.

Thor: Love and Thunder – 5. nóvember 2021.

Black Panther II – 6. maí 2022.