Allir syngja Let it Go

Eftir að hafa verið átta vikur í röð á toppi bandaríska breiðskífulistans þá er plata með lögunum úr metsöluteiknimynd Disney, Frozen, loksins fallin af toppnum.

Þessi samfellda maraþon seta plötunnar á toppnum er sú lengsta síðan plata Adele, 21, var á toppi listans. Búist er við því að Frozen verði nálægt toppsæti listans áfram.

Frozen

En hver er ástæða þessarar velgengni? Platan kom út fyrir sex mánuðum síðan á svipuðum tíma og myndin var frumsýnd, en um 1,2 milljarður manna hafa nú séð myndina í bíó um allan heim. Úti um allan heim eru lög úr myndinni sungin af allri fjölskyldunni, lög eins og lagið sem Idina Menzel syngur í myndinni, Let it Go, sem fékk einmitt Óskarsverðlaunin fyrir besta frumsamda lag í mynd. Myndin sjálf var einnig valin besta teiknimyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Sem dæmi um vinsældir tónlistarinnar og myndarinnar þá eru til meira en 60.000 mismunandi heimagerð myndbönd af Let it Go á netinu og horft hefur verið á þau samanlagt 60 milljón sinnum!

Sem dæmi um þessi heimagerðu myndbönd þá hefur verið horft 12,5 milljón sinnum síðan í mars á myndbandið hér fyrir neðan af tveimur foreldrum að syngja með laginu Love Is An Open Door, á meðan ung dóttir þeirra geispar í aftursætinu:

Alls hefur platan með lögunum úr myndinni verið 13 vikur á toppi breiðskífulistans, en því er spáð að nýjar plötur með listamönnum eins og Black Keys, Coldplay og Mariah Carey muni fara að velgja henni undir uggum. 2,7 milljón eintök hafa selst af Frozen plötunni til þessa.

Smelltu hér til að lesa meira um málið á Wall Street Journal.