Frumsýningu The Hunt frestað vegna skotárása

Bandaríski kvikmyndarisinn Universal Pictures hefur ákveðið að frumsýna ekki hrollvekjuna og spennutryllinn The Hunt nú í september eins og til stóð. Áður hafði kvikmyndaverið stöðvað allar auglýsingar fyrir myndina í kjölfór óhugnanlegra fjöldamorða í El Paso í Texas og í Dayton í Ohio á dögunum. Engin ný dagsetning hefur verið gefin út fyrir frumsýningu myndarinnar.

Á veiðum.

Í yfirlýsingu segir Unversal að ákvörðunin um að stöðva allar auglýsingabirtingar hafi verið tekin að vel yfirlögðu ráði, og hafi nú aflýst frumsýningu einnig. Það er Blumhouse Pictures sem framleiðir myndina. „Við stöndum við bakið á okkar kvikmyndagerðarmönnum og höldum áfram að dreifa myndum í félagi við djarfa og framsýna leikstjóra, eins og þeim sem standa að baki þessum háðsádeilu-trylli, en skiljum einnig á sama tíma að þetta er ekki rétti tíminn fyrir frumsýningu.“

Miklar umræður spunnust um myndina, sem frumsýna átti 27. september nk., í kjölfar skotárásanna, en þar týndu tugir manna lífi og fjöldi slasaðist. Kvikmyndin fjallar um hóp manna héðan og þaðan sem ekki þekkjast fyrir, sem vaknar upp, og kemst að því að þau eru skotmark í leik hóps ríkra frjálslyndra aðila.

Trump gagnrýndi

Annað sem spilaði inn í ákvörðunina var gagnrýni frá Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann, án þess að nefna myndina á nafn, virtist gagnrýna myndina, með því að beina spjótum sínum að frjálslyndum í Hollywood:

Blumhouse Productions er þekkt fyrir að framleiða ódýrar hrollvekjur, sem gjarnan slá í gegn í miðasölunni. Þrátt fyrir að kostnaður við þessa mynd sé frekar lágur, eins og segir á vef MovieWeb, þá hefur talsverðu fé verið eytt í markaðssetningu, og því er tap Universal fyrirtækisins talið geta orðið umtalsvert.

Þó er enn ekki loku fyrir það skotið að myndin komi síðar í bíó eða á VOD.

Helstu leikarar eru Betty Gilpin (Glow), Hilary Swank (Million Dollar Baby), Emma Roberts (American Horror Story), Glenn Howerton (It’s Always Sunny in Philadelphia), Ike Barinholtz (Suicide Squad) and Macon Blair (Green Room). Craig Zobel (Compliance) leikstýrir og handrit skrifar (The Leftovers) og Damon Lindelof (Lost).