Alræmd sorpmynd undir smásjánni

„Stórkostleg skemmtun frá byrjun til enda með frábærum tæknibrellum.“

Þannig hljómaði bíókynningin á sínum tíma fyrir kvikmynd sem er víða talin ein sú allra versta í sínum geira. Um er að ræða bíómynd sem er ekki aðeins talin vera móðgun gagnvart uppruna sínum, heldur birtist reglulega á botnlistum og er víða hötuð af mörgum sem að henni komu.

Margir hverjir þekkja þessa mynd og hafa hana séð. Má þess einnig geta að þetta stórverk tilheyrir þekktu vörumerki sem hefur ekki sungið sitt síðasta.

Þetta er vissulega Mortal Kombat: Annihilation

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Poppkúltúrs velta þeir Sigurjón og Tómas fyrir sér jákvæðu áhrif slæmra bíómynda, hverjar mætti helst sleppa og er grimmt skoðað kosti og galla þessa stórverks og hvað gekk á í framleiðslunni – ásamt auðvitað þeim sturluðu staðreyndum sem þessu fylgir.

Efnisyfirlit þáttar:

01:50 – Rennt er yfir skilaboð og nokkurra hlustenda
+ Íslenskt sjónvarp, gengið úr hléi, Vin Diesel krossinn

16:00 – Uppástungur um vonda titla á Bíófíklum
m.a. Pompeii, Catwoman, Batman & Robin, Grown Ups 2, John Wick,

29:56 – Framleiðsla bíómyndarinnar „Barist til dauða 2“ krufin til mergjar

Ef þú, hlustandi góður, hefur tillögu að umræðuefni eða spurningu sem þú vilt koma að í þættinum, bendum við á athugasemdasvæðið hér að neðan. Einnig má senda póst á netfangið kvikmyndir@kvikmyndir.is.