Oplev kannar lífið eftir dauðann

Eins og við sögðum frá á sínum tíma þá ætlar Columbia Pictures að endurgera myndina Flatliners, sem fjallar um læknanema sem gera tilraunir hver á öðrum, og reyna að komast eins nálægt því að deyja og mögulegt er, á læknisfræðilegan hátt. Markmiðið er að reyna að sjá hvort það er líf eftir dauðann.
Titillinn Flatliners, vísar til flatrar línu á hjartalínuriti.

Nú er verkefnið að fara á skrið, og búið að ráða leikstjóra, en þar er á ferðinni leikstjóri hinnar upprunalegu Karlar sem hata konur, Niels Arden Oplev.
Upprunalegu Flatliners myndinni var leikstýrt af Joel Schumacher.

Handrit endurgerðarinnar skrifar Ben Ripley, sem er þekktur m.a. fyrir handrit sitt að Source Code.

Í upprunalegu myndinni lék árið 1990 hópur af ungum og upprennandi stórstjörnum, eins og Julia Roberts, Kiefer Sutherland, Kevin Bacon, William Baldwin ofl.

Nýjasta mynd Oplev er Dead Man Down þar sem hann vinnur á ný með Noomi Rapace, sem lék aðalhlutverkið í Karlar sem hata konur þríleiknum.

Hér fyrir neðan er stiklan fyrir upprunalegu Flatliners myndina:

Stikk: