Fincher ætlar að gera 3D fyrir Disney

Leikstjórinn David Fincher, þekktur fyrir myndir eins og Fight Club, Seven og Social Network, segir í samtali við vefmiðilinn Collider að hann sé að gíra sig upp í að gera sínu fyrstu þrívíddarmynd.

Í viðtalinu, sem fjallar aðallega um útgáfu a Social Network á DVD og Bluray og helstu aðferðir Finchers sem kvikmyndaleikstjóra, segir hann að hann sé að undirbúa að kvikmynda sögu Jules Verne; 20,000 Leagues Under the Sea, fyrir Disney fyrirtækið í þrívídd.

Leikstjórinn segir að þetta sé þó ekki næsta verkefni á dagskrá hjá honum enda er hann enn á fullu að vinna að bandarískri endurgerð Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Hann segist í samtalinu einnig efast um að fara strax að vinna að endurgerð á næstu mynd í þríleik Larssons, enda eigi eftir að skrifa handrit að þeirri mynd og gerð hennar sé háð velgengni fyrri myndarinnar og einnig því hvort að Daniel Craig, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni, þurfi að fara að leika í 23. James Bond myndinni í millitíðinni.

Í viðtalinu er einnig aðeins komið inn á verkefni sem hefur verið á borðinu hjá honum lengi, sem er kvikmyndagerð á Rendezvous with Rama sem hann vill gera með leikaranum Morgan Freeman. „Þetta er spurning um hvernig verkefnin raðast upp, ég á við að Rendezvous With Rama er frábær saga með frábæru hlutverki fyrir Morgan Freeman sem er frábær leikari. Spurningin er hvort við getum gert handrit sem hentar Morgan og handrit sem Arthur Clark hefði getað sætt sig við […. ].“

Fincher minnist einnig stuttlega á möguleikann á að leikstýra The Reincarnation of Peter Proud, sem er handrit sem hann er mjög hrifinn af.

Hér er viðtalið í heild sinni: Collider.