Fast Five mest sótt af netinu

Það er alltaf gaman að renna yfir (og búa til) lista svona í kringum nýárið og það lítur út fyrir að sá listi sem kvikmyndahúsin og stúdíóin erlendis hata mest er þessi sem birtist árlega inn á vefsíðunni TorrentFreak. Þar er hægt að sjá hvaða myndir voru þær mest sóttu á síðasta ári, eða heitustu „dánlódin,“ með öðrum orðum. Nýjasta myndin í Fast & Furious-seríunni virðist vera sú eftirsóttasta, þótt það megi eflaust fullyrða það að best skuli upplifa þá mynd á stórum skjá í dúndrandi háskerpu og með góðu hljóði.

Í kringum 9,26 milljón eintök af Fast Five voru sótt út árið 2011. Í öðru sæti situr The Hangover: Part II, þar sem 8,84 eintök af henni voru ólöglega sótt.
Viljið ekki bara kíka yfir allan listann og sjá hvað ykkur finnst? Er eitthvað af þessum myndum sem áttu skilið að missa tekjuinnkomuna sína?

Það sem vekur e.t.v. mestu athyglina við þennan lista er að rétt svo tvær af þessum tíu myndum voru gefnar út í þrívídd.

1. Fast Five – 9.26 milljón
2. The Hangover Part II
– 8.84 milljón
3. Thor 
– 8.33 milljón
4. Source Code
– 7.91 milljón
5. I am Number Four
– 7.67 milljón
6. Sucker Punch
– 7.2 milljón
7. 127 Hours
– 6.91 milljón
8. Rango
– 6.48 milljón
9. The King’s Speech
– 6.25 milljón
10. Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2
– 6.03 milljón