Bílatryllir á toppnum

Bílatryllirinn Fast and Furious 6 fer ný á lista beint í efsta sæti íslenska DVD/Blu-ray vinsældarlistans fyrir vikuna 23. september – 29. september.

fast_five-whysoblu

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Síðan síðasta rán þeirra Dom ( Diesel ) og Brian ( Walker ) velti veldi glæpaforingja úr sessi, og þau löbbuðu í burtu með 100 milljónir Bandaríkjadala í ránsfeng, hafa hetjurnar okkar dreift sér hingað og þangað um heiminn. Þau geta ekki snúið aftur heim til Bandaríkjanna og þurfa að gæta sín við hvert fótmál. Þetta hefur ekki fært þeim hamingju í lífinu. Á sama tíma hefur Hobbs ( Johnson ) verið á hælunum á samtökum illa innrættra bílaglæpamanna, í gegnum 12 lönd, en aðstoðarmaður höfuðpaursins ( Evans ), er gömul ástkona Dom, sem hann hélt að væri látin, Letty ( Rodriguez). Eina leiðin til að stöðva gengið er að sigra þau á götunni, þannig að Hobbs leitar til Dom og biður hann um að safna úrvalsliði sínu saman í London. Að launum fá þau sakaruppgjöf þannig að þau geti snúið aftur til Bandaríkjanna og verið með fjölskyldum sínum á nýjan leik.

Í öðru sæti listans er fyrrum toppmyndin, hryðjuverkatryllirinn Olympus has Fallen en myndin fer upp um eitt sæti á listanum á milli vikna. Í þriðja sætinu er toppmynd síðustu viku, Dead Man Down og í fjórða sætinu er önnur ný mynd, Leonardo DiCaprio myndin The Great Gatsby. Í fimmta sæti og stendur í stað á milli vikna, er geimtryllirinn Star Trek Into Darkness. 

Smelltu hér til að sjá lista yfir nýjar og væntanlegar myndir á DVD

Smelltu hér til að lesa DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan er svo listi 20 vinsælustu vídeómynda landsins:

listinn