Fyrsta sýnishorn úr Fargo

Bandaríski leikarinn Billy Bob Thornton er í aðalhlutverki í nýjum sjónvarpsþáttum, sem eru byggðir á kvikmyndinni Fargo. Thornton leikur persónuna Lorne og er honum líst sem óheiðarlegum manni sem hittir óöruggann sölumann í smábæ, og leiðir hann á slæmu brautina.

billybob

Þættirnir eru kvikmyndaðir í Kanada og verða sýndir á sjónvarpstöðinni FX í apríl. Formaður sjónvarpstöðvarinnar segir að þættirnir verða með sama sniði og kvikmyndin. Ekki skemmir það heldur fyrir að Coen-bræður koma að framleiðslunni.

Margir spekingar í skemmtanaiðnaðinum halda því fram að ný öld sé hafin, því nú eru sjónvarpsþættir byrjaðir að sækja innblástur úr kvikmyndum, með stórstjörnum í fararbroddi. Má þar taka sem dæmi Hannibal-þættina, sem hafa slegið í gegn á NBC.

Fargo var frumsýnd árið 1996 og leikstýrð af Coen-bræðrum. Myndin hlaut tvö Óskarsverðlaun og er af mörgum talin ein besta mynd bræðranna.