Syni Jackie Chan sleppt úr fangelsi

JackieChanSonur Kung Fu kvikmyndastjörnunnar Jackie Chan, er laus úr fangelsi, en hann hefur dúsað í grjótinu í Kína í sex mánuði vegna eiturlyfjabrota.

Jaycee Chan var tekinn höndum í ágúst á síðasta ári eftir að hann mældist með marijuana í blóðinu og lögreglan fann meira en 100 grömm af efninu í íbúð hans í Beijing.

Framleiðslufyrirtæki hans, Mstones, sagði að Chan hefði verið sleppt í gærmorgun, föstudag, og haldinn yrði blaðamannafundur um helgina.

„Hann mun biðjast opinberlega afsökunar og útskýra málið,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Dómstóll í Beijing dæmdi Chan í fangelsi nú í janúar, en dreginn var frá sá tími sem hann hafði þá þegar eytt í fangelsi frá því síðasta sumar.

Chan lýsti sig sekan af að hafa „boðið fólki í heimsókn til að taka eiturlyf“ ( hosting others to take drugs ) og var einnig sektaður um 2.000 kínversk yuan, eða 320 Bandaríkjadali.

Upphaflega var Chan, sem er frá Hong Kong, handtekinn ásamt leikara frá Taiwan, þegar yfirvöld gerðu rassíu sem beindist að frægu fólki sem brýtur eiturlyfjalöggjöfina.

Þó að Jackie Chan sjálfur, sem hefur leikið í stórmyndum í Hollywood eins og Rush Hour, og var útnefndur sérstakur baráttumaður gegn eiturlyfjadjöflinum í Kína árið 2009, hafi ekki mætt til að vera við réttarhaldið, þá lýsti hann reiði og vonbrigðum með son sinn í viðtölum í fjölmiðlum.

„Mér mistókst að aga hann – en núna eru yfirvöld að hjálpa mér við það og að losa hann við sína slæmu ávana,“ sagði Chan eldri, sem er 60 ára gamall, við ríkisfjölmiðilinn Xinhua í desember sl., og neitaði á sama tíma að sonur hans hefði fengið neina sérmeðferð í fangelsi.