Atriði og stikla úr The Warrior’s Way

Um næstu helgi verður myndin The Warrior’s Way frumsýnd í Bandaríkjunum. Það hefur lítið heyrst af þessari mynd hér á Íslandi, enda sjálfstæð framleiðsla að mestu sem hefur óvænt vakið mikla athygli dreifingaraðila í Bandaríkjunum og verður sýnd í yfir 1.500 kvikmyndahúsum um helgina.

Um er að ræða afar stílfærða og áhugaverða blöndu af vestra og austurlenskri bardagamynd og fjallar um sverðfimasta mann jarðar, sem segir skilið við klanið sitt og ferðast til Bandaríkjanna til að hefja nýtt líf í auðnum Badlands-svæðisins. Bardagasenurnar og brellurnar eru vægast sagt ruuuuuusalegar og best að láta myndirnar tala sínu máli.

Ath. Þetta er svokölluð Red-Band klippa og því eru í henni atriði sem eru ekki við hæfi barna. Þá er búið að vara ykkur við.Hér er svo stiklan úr myndinni:

Hvað finnst ykkur? Þarf þessi gripur ekki að koma til Íslands?

-Erlingur Grétar

Atriði og stikla úr The Warrior's Way

Um næstu helgi verður myndin The Warrior’s Way frumsýnd í Bandaríkjunum. Það hefur lítið heyrst af þessari mynd hér á Íslandi, enda sjálfstæð framleiðsla að mestu sem hefur óvænt vakið mikla athygli dreifingaraðila í Bandaríkjunum og verður sýnd í yfir 1.500 kvikmyndahúsum um helgina.

Um er að ræða afar stílfærða og áhugaverða blöndu af vestra og austurlenskri bardagamynd og fjallar um sverðfimasta mann jarðar, sem segir skilið við klanið sitt og ferðast til Bandaríkjanna til að hefja nýtt líf í auðnum Badlands-svæðisins. Bardagasenurnar og brellurnar eru vægast sagt ruuuuuusalegar og best að láta myndirnar tala sínu máli.

Ath. Þetta er svokölluð Red-Band klippa og því eru í henni atriði sem eru ekki við hæfi barna. Þá er búið að vara ykkur við.Hér er svo stiklan úr myndinni:

Hvað finnst ykkur? Þarf þessi gripur ekki að koma til Íslands?

-Erlingur Grétar