Með uppvakningum í stjórnlausri lest

Uppvakningafaraldurinn heldur áfram að herja á kvikmyndagesti um allan heim. Nú á dögunum var glæný suður-kóresk uppvakningamynd frumsýnd í Bandaríkjunum, og strax er farið að tala um Hollywood-endugerð.

Miðað við stikluna úr myndinni, sem sjá má hér neðar í fréttinni, þá gefur myndin skemmtilegan vinkil á uppvakningafárið þar sem fólk er nú fast í stjórnlausri hraðlest á fullri ferð með uppvakninga um borð, sem éta allt sem að kjafti kemur.

Myndin heitir Train to Busan og leikstjóri er Yean Sang-Ho. Myndin hefur vakið nokkra athygli, og þykir stórskemmtileg.

train to busan

The Hollywood Reporter segir frá áhuga Hollywood á því að endurgera myndina, en kvikmyndaver eins og Sony og Fox bítast nú um réttinn þar um. Frönsk kvikmyndafyrirtæki eru einnig áhugasöm.

Train to Busan gengur mjög vel í Suður-Kóreu en hún er sú mynd þar í landi sem fór fljótast yfir 5 milljón Bandaríkjadali í tekjur á þessu ári, og gerði þar með betur en Now You See Me 2. 

Upprunalegu myndinni gengur einnig ágætlega í Bandaríkjunum og hefur nú þegar þénað nálægt einni milljón dala þar í landi, þrátt fyrir að Bandaríkjamenn þykji oft tregir til að sjá erlendar myndir í bíó.

Hér fyrir neðan er bandarísk stikla myndarinnar: