Á kafi í ofbeldi og lögleysu – Fyrsta stikla!

Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi, í dag 19. júní, er við hæfi að birta glænýja stiklu úr myndinni Sicario, eða Leigumorðinginn í lauslegri þýðingu, en þar fer Emily Blunt með aðal-hasarhlutverkið, hlutverk alríkislögreglumanns sem er ráðinn til að berjast í eiturlyfjastríðinu í Mexíkó.

emily blunt

Josh Brolin leikur í myndinni yfirmann sérsveitar sem Blunt gengur til liðs við, en áður en varir er persóna Blunt komin á kaf í heim ofbeldis og lögleysu við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.

Leikstjóri er Denis Villeneuve, sem gerði Prisoners.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Aðrir leikarar eru m.a. Benicio Del Toro, Jon Bernthal, Jeffrey Donovan og Raoul Trujillo.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 18. September nk.