Edge of Tomorrow 2 fær nýtt nafn

Framtíðartryllirinn Edge of Tomorrow, eftir Doug Liman, með þeim Tom Cruise og Emily Blunt í aðalhlutverkum, var vel tekið af gagnrýnendum árið 2014. Tekjur af miðasölu námu um það bil tvöföldum framleiðslukostnaði, sem nægði til að mönnum þótti tilefni til að fara af stað með framhaldsmynd.

Verkefnið hefur verið í þróun allar götur síðan, og nú er loksins komið opinbert heiti á myndina.

Myndin var einskonar „Groundhog Day„, og fjallaði um það þegar hermaður, sem Tom Cruise lék, þurfti að endurlifa sama daginn á vígvellinum í sífellu.

Liman mun leikstýra nýju myndinni eins og þeirri fyrri og handrit munu Race höfundarnir Je Shrapnel og Anna Waterhouse skrifa eftir upprunalegri hugmynd sem Tom Cruise sjálfur gaukaði að upprunalega handritshöfundinum Christopher McQuarrie (sem vann með Cruise að Jack Reacher og Mission: Impossible).

Liman er sem stendur að filma The Wall, en mun samt sem áður ætla að leikstýra Edge of Tomorrow 2.

Liman lét umheiminn vita af heiti nýju myndarinnar í samtal við Collider vefmiðilinn, auk þess sem hann staðfesti að Blunt myndi snúa aftur.

„Sagan er frábær! Mun betri en í fyrstu myndinni, og hún var frábær. Hún mun heita Live Die Repeat and Repeat. Tom [ Cruise ] er spenntur, og Emily Blunt sömuleiðis. Stóra spurningin er hvenær við hefjumst handa. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær,“ sagði Liman.