Krafðist þess að vera ótextaður

rs_1024x759-130930145736-1024.eddie.cm.93013Ný kvikmynd um eðlisfræðinginn Stephen Hawking er væntanleg frá framleiðslufyrirtækinu Working Title Films. Kvikmyndin ber heitið Theory of Everything og verður frumsýnd þann 7. nóvember næstkomandi.

Myndinni er leikstýrt af James Marsh sem áður hefur gert kvikmyndina Man on Wire. Það er leikarinn Eddie Redmayne sem fer með hlutverk Hawking og Felicity Jones fer með hlutverk konu hans, Jane.

Redmayne var í viðtali á dögunum við Yahoo þar sem hann sagði frá því að Hawking hafi krafist þess við framleiðendur að tal hans yrði ekki textað, en Hawking var nær óskiljanlegur áður en hann fékk tölvuna sem gerði honum kleyft að tjá sig að nýju. Hawking á að hafa sagt framleiðendum að myndin yrði ekki trú sjúkdómnum ef það yrði textað það sem kæmi óskýrt fram í máli Redmayne í hlutverkinu.

Hawking er fjölfatlaður, eins og flestir vita, og þjáist af sjúkdómi sem þekktur er undir nafninu ALS. Myndin fjallar um yngri ár Hawking er hann stundaði nám við háskólann í Cambridge og þegar hann kynntist Jane. Í myndinni er einnig farið í gegnum byrjun sjúkdómsins sem hefur hrjáð hann alla tíð síðan og byltingakenndar kenningar hans.